Tveir Austfirskir rokkarar í úrslitum tökulagakeppni Rásar 2: Höfum fengið mjög góð viðbrögð

Lith band tokulagakeppniNú fer fram tökulagakeppni á Rás 2 til heiðurs Gunnars Þórðarsonar sem fagnar sjötugsafmælinu sínu á þessu ári. Fjöldinn allur af lögum barst og hefur dómnefnd valið þau ellefu lög sem henni þótti skara fram úr.

Eitt þeirra laga sem keppa til úrslita er með rokk hljómsveitinni Lith en hana skipa Jóhann Rafn Jóhannsson (Dötti), Þórður Ingi Guðmundsson (Doddi), Jakob Þór Guðmundsson og Kristján Björnsson (Stjáni). Tveir meðlima eiga rætur sínar að rekja til Austurlands. Hjörtur Rafn (Dötti) er Borgfirðingur en Þórður Ingi (Doddir er fæddur og uppalin á Egilsstöðum en er nú búsettur í Reykjavík.

Gamlir og góðir vinir

Lith, hvaða hljómsveit er þetta? „Við erum bara gamlir góðir vinir sem hittast reglulega í svona saumaklúbbi til að búa til tónlist. Við erum búnir að þekkjast í tíu til fimmtán ár en byrjuðum að spila undir þessu nafni fyrir um ári síðan. Við erum að taka upp og leika okkur,“ segir Þórður Ingi gítarleikari hljómsveitarinnar í samtali við Austurfrétt.

Hvernig kom það til að þið ákveðið að taka þátt í þessari keppni? „ Við bara sáum hana auglýsta og langaði að spreyta okkur. Við erum allir miklir aðdáendur Gunnars Þórðarsonar.“

Lagið hentaði okkur vel

Lagið sem Lith flytur í keppninni er “Am I really livin“ af plötunni Lifun með Trúbroti, en inn í það er svo blandað laginu Tilbrigði um fegurð sem flestir þekkja sem þema lagið úr keppninni um Ungfrú Ísland. En hvers vegna þetta lag?

„Það var ég kom með hugmyndina af „Am I really livin“. Ég hef haldið mjög mikið upp á þessa plötu og mér fannst lagið bara henta okkur. Svo skutum við laginu Tilbrigði við fegurð sem var fyrst bara einhver fíflagangur og grín en heppnaðist bara ágætlega,“ segir Þórður Ingi og hlær

Fyrst og fremst gaman að vera með

Eruð þið vongóðir? „Já, já. Verður maður ekki að vera það. Við höfum allavega fengið mjög góð viðbrögð. En það er fyrst og fremst bara gaman að vera með í úrslitahópnum.“

Er svo eitthvað spennandi á döfinni hjá Lith? „Já, það er alltaf eitthvað. Í framhaldi af þessari keppni hafa aðrar hljómsveitir sett sig í samband við okkur áhugasamar um að „gigga“ með okkur. Við skoðum það að sjálfsögðu. Svo erum við að fara að taka upp okkar eigin lög. Það er alltaf eitthvað,“ segir Þórður Ingi að lokum

Mynd: frá vinstri: Þórður Ingi, gítar og bakraddir, Jakob Þór, söngur og gítar, Hjörtur Rafn, bassi og Kristján, trommur.

Hér má heyra lag strákanna i keppninni og taka þátt í kosningunni. Síððast dagur kosninga er í dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.