Orkumálinn 2024

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði á möguleika á Eyrarrósinni

forseti stodvarfjordur 0043 webSköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er eitt af þeim tíu menningarverkefnum sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna Eyrarrósina í ár. Hún er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

Í umsögn um Sköpunarmiðstöðinni segir að með hugmyndafræði hennar, sem byggi á sjálfbærni og að nýta samlegðaráhrif skapandi einstaklinga og verkstæða, hafi Með því skapast aðstæður þar sem þekkingarmiðlun og samvinna á sér stað milli greina með tilheyrandi nýsköpun með það að markmiði að til verði áhugaverð störf skapandi greina.

Sköpunarmiðstöðin er eina austfirska verkefnið sem á möguleika í ár en níu verkefni víða af landinu eru í pottinum. Þau eru: Braggast á Sólstöðum í Öxarfirði, Ferskir vindar í Garði, Frystiklefinn á Rifi, Listasafn Árnesinga, Listasafnið á Akureyri, Nes listamiðstöð á Skagaströnd, Orgelsmiðjan á Stokkseyri, Verksmiðjan Hjalteyri og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.

Þann 18. mars næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina.

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.

Þrjú austfirsk menningarverkefni hafa hlotið Eyrarrósina, LungA-hátíðin og myndlistarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði og Bræðslan á Borgarfirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.