Orkumálinn 2024

Austfirðingur meðal kaupenda Keiluhallarinnar

keiluhollin simmiAthafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson frá Egilsstöðum er einn af nýjum eigendum Keiluhallarinnar í Egilshöll. Hann segir markmiðið að auka upplifun fjölskyldunnar af því að fara í keilu.

Sigmar kaupir reksturinn ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni úr Hamborgarafabrikkunni og og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.

„Við erum að taka við virkilega fallegri Keiluhöll og Egilshöllin er fyrir löngu búin að sanna sig sem ein stærsta íþrótta- og afþreyingarmiðstöð Íslands," segir Sigmar í tilkynningu.

„Okkar markmið er að auka veg og vanda keiluíþróttarinnar ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga, hópa og fjölskyldur í leit að afþreyingu og góðum mat," segir Sigmar sem lofar nýjum veitingastað í tengslum við reksturinn í haust.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.