Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð: Bæjarritari skellti í pönnukökur í tilefni fyrstu komu sólar

Gunnar ponnukokurÞað er gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði þann 14. janúar ár hvert. Gunnar hvikaði hvergi frá þessari hefð og skellti í nokkrar pönnsur í síðustu viku.

Sólarkaffi er drukkið víða um land í tilefni af fyrstu komu sólar og eru þá pönnukökur gjarnan hafðar með. Í Fjarðabyggð sést fyrst til sólar á Eskifirði og Norðfirði. Hún er aðeins seinna á ferðinni á Fáskrúðsfirði eða í kringum 28. janúar, en á Reyðarfirði sést ekki til sólar fyrr en 7. febrúar. Á Stöðvarfirði fer sólin aftur á móti ekki í felur á veturna heldur sést til hennar allt árið.

Mynd: Gunnar Jónsson með pönnukökupönnuna.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.