Gideonsson/Londré og Jessica Auer fjalla um verk sín í Skaftfelli í dag

skaftfellGestalistamenn Skaftfells í janúar Gideonsson/Londré og Jessica Auer fjalla um verk sín í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag.

Dúettinn Gideonsson/Londré (SWE) var stofnaður árið 2009 vegna sameiginlegs áhuga á mismunandi tegundum tilvistar. Vinnuaðferðir þeirra samanstanda af almennum rannsóknum, opinberum gjörningum og inngripum með þeim ásetningi að afmá mörkin milli viðfangsefnis og listræna afurða.

Þungamiðjan í starfi þeirra er hugmyndin um hið þriðja, sem vísar í eitthvað sem er búið til að tveimur einstaklingum og ekki er hægt að eigna öðru hvoru.

Jessica Auer (f.1978) er ljósmyndari og myndlistarmaður frá Montreal, Kanada. Í verkum sínum fjallar Jessica í megindráttum um menningarstaði, með áherslu á þemu sem tengja staði, ferðlag og menningarlega upplifun.

Jessica útskrifaðist með MFA gráðu í Studio Arts frá Concordia University árið 2007 og hefur síðan sýnt verk sín í galleríum í Kanada og erlendis. Hún er meðlimur í samstarfshópnum Field Workers sem nú kennir ljósmyndun við Concordia University í Montreal.

Í febrúar 2015 mun hún hafa einkasýningu í Listasafninu í Gotlandi í Visby, Svíþjóð.

Listamannaspjallið hefst klukkan 17:00 í Skaftfell Bistró.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.