Döðlujól í 2. öðru sæti í jólalagakeppni Rásar 2: Afþökkuðu boð í Loga í beinni

Hallur jonssonGleðisveitin Döðlurnar lentu í öðru sæti í jólalagakeppni Rásar 2. Austurfrétt greindi einmitt frá þátttöku þeirra í keppninni fyrri skemmstu.

Sveitin sendi inn lagið Döðlujól í keppnina og vakti það mikla athygli og var kosið talsvert. Framan af var lagið með mestu spilunina á vefsvæði Rásar 2 á ruv.is

„ Ég er ánægður með úrslitin. Og ég er sérstaklega ánægður með að það að lagið sem vann er ekki einhver væmnisvæla,“ segir Hallur Jónsson meðlimur í Döðlunumí samtali við Austurfrétt rétt í þessu.

Lagið sem lenti í fyrsta sæti heitir Vetrarljósið og er flutt af Jólem og í þriðja sæti lenti Guðrún Árný og Margrét Auður með lagið, Það eru jól

En heyrst hefur að Logi á Stöð 2 hafi boðið Döðlunum að koma og spila jólalagið sitt í þættinum í kvöld. Er það rétt?

„Já, hann hringdi í okkur og bauð okkur að koma. En við afþökkuðum gott boð. Við höfum ekki spilað saman síðan í menntaskóla, og það er tvennt ólíkt að að taka upp lag og „performa“. En við strákarnir tökum Döðlufund fljótlega og ég get ekki gefið meira upp í bili. Við munum senda frá okkur fréttatilkynningu í janúar. Það verðu eitthvað,“ segir hress að lokum.

Hlusta á sigurlögin HÉR

Mynd: Sigga Ella.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.