Austfirsk hljómsveit með „comeback“ í jólalagakeppni Rásar 2.

DodlurnarAlls bárust tæplega 80 lög í Jólalagakeppni Rásar 2 þetta árið. Sérstök dómnefnd hefur nú valið tíu þeirra sem keppa munu til úrslita, en tvö af þeim eru flutt af tónlistamönnum að austan.

Þetta eru lögin Döðlujól með Gleðisveitinni Döðlur og Ferðalag á jólanótt með Sillu Jónsdóttur.

Gleðisveitin Döðlur var rosalega vinsæl árið 1995 og var skipuð strákum úr Menntaskólanum á Egilsstöðum.

„Við vorum bara sextán til átján ára strákar, allir mjög ólíkir, sem langaði að gera eitthvað skemmtilegt. Við stofnuðum þessa hljómsveit og byrjuðum á því að taka þátt hljómsveitakeppni á Reyðarfirði. Við lentum í síðasta sæti, en vorum samt sem áður langvinsælasta hljómsveitin,“ segir Hallur Jónsson þegar hann rifjar upp hvernig Gleðisveitin Döðlur varð til.

Gáfu út plötu

„Þetta var alltaf bara grín, en samt ekki. Við vorum alveg metnaðarfullir og settum okkur það markmið að semja allavega eitt lag á hverri æfingu. Við gáfum líka út eina plötu á okkar stutta ferli. Hún seldist upp í 500 eintökum á útgáfudegi. Það er eitthvað. Aðalatriðið hjá okkur var samt alltaf að skemmta okkur og hafa gaman að þessu.„

„Comeback“ eftir 19 ár

Hljómsveitin lagði fljótt upp laupana en skýtur nú skyndilega upp kollinum nítján árum síðar í jólalagakeppni Rásar 2. Hvað kemur til? „ Við tókum ákvörðun fyrir stuttu um að hittast, grilla hamborgara og spjalla saman, en þá höfðum við ekkert hist síðan árið 2000. Það var svo hrikalega gaman hjá okkur að við ákváðum í framhaldi að taka þátt í jólalagakeppninni.  Þórarinn samdi bæði lag og texta og þar sem ég rek hljóðver fórum við bara þangað og tókum upp lagið,“ segir Hallur.

Gleðisveitina Döðlur skipa, Þórarinn Þórarinsson (Amboss) og Gunnar Þórðarson (Gunni Bank) frá Seyðisfirði, Birkir Fjalar Viðarsson (Bikki Brútal) frá Reyðarfirði, Magnús Ármann (Napóleon) frá Reykjavík, Óskar Karlsson (Skari Bóner) frá Djúpavogi og Hallur Jónsson (Hales Johnson) frá Egilsstöðum.

Hvetja alla til að kjósa

En eru þeir félagar vongóðir um sigur? “Já, gríðarlega,“ segir Hallur og skellihlær. „Við hvetjum allavega austfirðinga til að kjósa og hver veit hvað gerist.“ En eiga aðdáendur von á einhverju meira frá hljómsveitinni í framtíðinni? Það eru einhverjar tilkynningar væntanlega frá okkur fljótlega upp úr áramótum, en við gefum ekkert upp hvað það er. Það er eitthvað í bígerð,“ segir Hallur að lokum.

Hægt er að kjósa lögin í keppninni til 18. desember . En þann 19. verður loks tilkynnt hvaða lag sigrar og verður útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2014.

Hlusta á lögin og kjósa HÉR

M
ynd: Gleðisveitin Döðlurnar í gamladaga. Úr einkasafni

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.