Orkumálinn 2024

Þúsund húfur og eyrnabönd á Austurlandi

vis hufur 2014Líkt og undanfarin ár hefur VÍS síðustu vikur boðið viðskiptavinum með F plús tryggingu að næla sér í skínandi húfu eða eyrnaband fyrir börn á næstu skrifstofu.

„Austfirðingar tóku þessu fagnandi og hefur um þúsund stykkjum verið dreift í fjórðungum. Þetta er fjórða árið í röð sem við bjóðum okkar góðu viðskiptavinum þennan glaðning. Við viljum leggja okkar af mörkum til að auka öryggi í umferðinni.

Börnin sjást betur en ella í myrkrinu með þetta skínandi höfuðfat," segir Methúsalem Einarsson umdæmisstjóri VÍS á Austurlandi og vill um leið hrósa skokkurum á svæðinu.

Þeir séu vel merktir í bak og fyrir í langflestum tilfellum. Hinir sem viti upp á sig skömmina ættu aftur á móti að líta við á næstu VÍS skrifstofu og sækja sér endurskinsmerki.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.