Fjarðabyggð í Útsvari í kvöld: Mætum með ungt og hresst lið

utsvar sigurlid 2013 screenshotKynslóðaskipti hafa orðið í liði Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvari sem mætir til leiks í kvöld. Mikil stemming er í herbúðum mótherjanna úr Ásahreppi sem efna til rútuferðar í sjónvarpið.

Jón Svanur Jóhannsson, kennari á Eskifirði, er sá eini sem heldur áfram frá í fyrra en fær nú með sér Guðjón Björn Guðbjartsson, nema úr Neskaupstað og Ölmu Sigurbjörnsdóttur, matreiðslumann frá Reyðarfirði.

Liðið kom suður í gær en ekkert hefur verið flogið milli Reykjavíkur og Egilsstaða í morgun. Deginum hefur verið eytt í leik og undirbúning fyrir keppnina.

Mótherjar kvöldsins eru Ásahreppur, minnsta sveitarfélagið sem tekur þátt í ár. Íbúar eru þar skráðir 193 og þar af hafa 30 skráð sig í rútuferð sem sveitarfélagið stendur fyrir í sjónvarpssal.

„Það er mikil stemming hinum megin en okkar markmið er að komast áfram og skemmta okkur og öðrum í leiðinni," segir Jón Svanur.

Hann segir Fjarðabyggðarliðið vel stemmt fyrir keppnina í kvöld. „Okkur líst vel á viðureignina. Við erum með ungt og hresst lið sem er tilbúið í slaginn."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.