Vegareiði á morgun: Lofa brjáluðum rokktónleikum

vegareidi urd bwTónlistarhátíðin Vegareiði verður haldin í tíunda sinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Í gegnum árin hafa tugir hljómsveita stigið á stokk og að þessu sinni spila sex hljómsveitir.

„Áhorfendur mega eiga von á frábærum og kraftmiklum böndum og brjáluðum rokktónleikum," segir Kormákur Máni Hafsteinsson, einn aðstandenda hátíðarinnar.

Á Vegareiði hefur verið boðið upp á rokk í þyngri kantinum en hljómsveitin Dimma er aðalnúmerið á hátíðinni í ár.

Auk hennar eru Rusikuss, 2nd White Sunday og Brönd frá Egilsstöðum, Kjerúlfur úr Fljótsdal og Oni úr Neskaupstað.

Frítt er á tónleikana og opnar húsið klukkan 19:30. Skemmtunin er vímuefnalaus og útivistarreglur gilda.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.