Austfirðingurinn Prins Grímsson með nýtt lag

Prins grimssonTattooed Lady er fyrsta lagið sem Prins Grímsson sendir frá sér af plötu sem áætlað er að komi út einhverntíman á næsta ári.

Lagið og textinn er samið af þeim Einari Þór Einarssyni og Prins Grímssyni sjálfum. Báðir eru þeir brottfluttir austfirðingar en Prins Grímsson, einnig þekktir sem Óli Rúnar Jónsson, er Borgfirðingur og Héraðsmaður sem lék til að mynda með Eiðahljómsveitinni S.H.A.P.E. á árum áður og síðar með Atómstöðinni og fleiri sveitum fyrir sunnan.

Nafnið Prins Grímsson á rætur sínar að rekja til progrokkhljómsveitarinnar King Crimsson.

"Pabbi minn er sem sagt Jón Arngrímsson Borgfirðingur og tónlistarmaður á Héraði. Fyrir einhverjum áratugum var hann einmitt kallaður King Grímsson af félögum sínum fyrir austan, og var það þá vísun í þessa mögnuðu hljómsveit. Ég var því uppnefndur Prins Grímsson af félögum pabba um leið og ég byrjaði að spila fyrir austan. Mér fannst það svo sem ekkert sérstakt til að byrja með en síðan breyttist það og ég fór að nota þetta sem sviðsnafn," segir Óli Rúnar eða Prins eins og hann kallar sig

Ásamt Prins Grímssyni spila í laginu þeir Axel "Flex" Árnason sem meðal annars hefur spilað á slagverk með 200.000naglbítumog Jeff Who og Óttar Brans Eyþórsson á harmonikku.

Myndbandið er unnið af Herberti Sveinbjörnssyni kvikmyndagerðarmanni (ASKA, Skálmöld & Sinfó, Maybe I Should have, o.fl).

HÉR má nálgast lagið:



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.