Lily the Kid með nýtt lag

Lily the Kid lagRafpopptvíeykið Lily The Kid er hugarfóstur systkinanna Lilju Jónsdóttur og Halls Jónssonar. Þau Lilja og Hallur eru engir aukvisar þegar kemur að tónlistarsköpun og hafa þau verið að gera tónlist saman og í sitthvoru lagi til fjölda ára.

Íslenskir tónlistarunnendur fengu fyrst að heyra í þeim fyrst þegar þau spiluðu saman í hljómsveitinni Bloodgroup sem þau stofnuðu ásamt bróður sínum Ragnari Láka Jónssyni og hinum færeyska Janus Rasmussen árið 2006. Lilja söng á fyrstu tveimur breiðskífum Bloodgroup áður en hún sagði skilið við sveitina árið 2010. Báðar breiðskífurnar nutu hylli tónlistarunnenda og skríbenta hérlendis sem og á erlendri grundu.

Önnur breiðskífa sveitarinnar, Dry Land, hlaut tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og var einnig valin ein af mest framúrskarandi breiðskífum ársins 2009 hjá Kraumslistanum.

Lilja og Hallur hafa verið að nostra við nýtt efni í nokkur misseri og er útkoman Lily the Kid. Þau hafa verið að semja og taka upp tónlist í hljóðveri þeirra systkina að Eyjarslóð sem hefur verið útungunarstöð fyrir ekki ómerkari tónlistarfólk en Ólaf Arnalds, Kiasmos, GusGus, Bloodgroup, Leaves o.fl.

Fyrsta smáskífa Lily the Kid, „Pedro“, leit dagsins ljós síðla sumars og er nú fylgt eftir með smáskífunni ,,Breathe”. Hér er um að ræða rafpoppsmíð
með sterku norrænu ívafi. Tónlist þeirra ber sterk höfundaeinkenni þeirra systkina en má líka setja samhliða nútíma poppara á borð við The xx, Emiliana Torrini og Grimes. Fyrsta þröngskífa þeirra systkina mun líta dagsins ljós í lok október 2014.

HÉR má hlusta á nýja lagið Breathe

Lily the kid2





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.