Orkumálinn 2024

Guðjón er elsti ökumaðurinn á Austurlandi: Býð stundum félögunum á rúntinn

Gudjon DanielssonGuðjón Daníelsson á Fáskrúðsfirði er næstelsti Íslendingurinn sem er með ökuréttindi. Hann er 101 árs en sá sem er eldri er 102 ára.

„Ég er með prófið en ég keyri nú ekki orðið mikið. Bíllinn er hérna við dvalarheimilið og ég býð félögum mínum stundum á rúntinn um bæinn. Annars tek ég lífinu bara rólega og hef það ágætt,“ segir Guðjón í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum.

Guðjón fæddist 18. mars árið 1913 og er fyrrverandi bóndi á Kolmúla við Reyðarfjörð, en undanfarin þrjú ár hefur hann búið á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði.

Það var Óskar Þór Guðmundsson barnabarn Guðjóns sem tók meðfylgjandi mynd af afa sínum með ökuskírteinið. „Afi er hress, sjónin eins og hjá unglingspilti og því er hann enn vel aksturshæfur. Hins vegar fær hann svo góða þjónustu á elliheimilinu að hann hefur lítil not fyrir bílinn en ekur honum samt af og til. Skírteinið rennur út í lok ársins og þá ætlar hann að endurnýja það,“ segir Óskar.

Alls eru nítján Íslendingar 95 ára og eldri með ökuskírteini í gildi, þar af sautján karlar og tvær konur en eftir áttatíu ára aldurinn gildir skírteinið aðeins ár í senn.

Stefán Þorleifsson í Neskaupstað er einnig með ökuréttindi, sá sjöundi elsti á landinu, 98 ára.

Það var Langlífi á facebook sem greindi frá þessu um helgina. 

Mynd: Óskar Þór Guðmundsson
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.