Buðu upp slökkviliðsmenn fyrir gott málefni: Þetta var frábært kvöld í alla staði

Slokkvilidsmenn uppbodÞað var mikið um dýrðir á konukvöldinu mikla sem var haldið á Staupasteini á Reyðarfirði laugardagskvöldið 11. október síðastliðin. 130.000 kr.safnaðist á kvöldinu sem renna beint til Krabbameinsfélags Austurlands.

„Þetta var geðveikt og lukkaðist vel í alla staði og það besta er við fengum tækifæri til að láta gott af okkur leiða,“ segir Sigríður H. Gunnarsdóttir hjá Hárstofu Sigríðar, en það var Hárstofan og Staupasteinn sem stóðu að kvöldinu.

Sigga Kling var veislustjóri og var dagskráin hin veglegasta. „Dansandi slökkviliðsmenn, karlakór Eskifjarðar, tónlistaratriði, tískusýning og fleira. En það var uppboðið sem sló rækilega í gegn. En fatnaður af frægum einstaklingum eins og af Helga Seljan, Ásgeiri Trausta, bæjarstjóranum og fleirum var boðið upp.

„Já, uppboðið heppnaðist vel og við söfnuðum heilum 130.000 krónum. En fötin var ekki það eina sem var á uppboði því slökkviliðsmennirnir voru boðnir upp til styrktar sama málefnis og það ætlaði allt um koll að keyra. Þetta var frábært kvöld í alla staði,“ segir Sigríður að lokum.

Myndir af kvöldinu má skoða HÉR

Mynd: Jóhanna kr. Hauksdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.