Fyrirlestur með Dandý um járnkarlinn í kvöld: Þessi fyrirlestur á erindi við alla!

Dandy ironmanAlþjóðlega hreyfivikan, Move week hefst í dag mánudaginn 29. september og stendur til 5. október. Hér á Austurlandi er dagskráin afar fjölbreytt og glæsileg og ljóst að víða verður allt á iði þessa viku. Fyrir utan allskyns hreyfingu og heilsubót á hreyfivikunni er hægt að sækja hinu ýmsu fyrirlestra og ætlar Svanhvít Antonsdóttir eða Dandý eins og hún er alltaf kölluð flytja einn slíkan í kvöld.
 
Dandý er engin venjulega kona. Það sýndi hún svo sannarlega þegar hún kláraði keppni í járnkarli (IronMan) sem er ein erfiðasta þríþraut í heimi þann 16. ágúst s.l. og það gerði hún aðeins 5 mánuðum eftir langa og stranga aðgerð sem hún undirgekkst vegna veikinda sinna eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í 4. vikur.

Á fyrirlestrinum fer Dandý yfir sögu sína og segir frá ferlinu frá því löngunin til að fara í járnkarlinn (IronMan) kviknaði og þar til að á hólminn var komið, hvað hún gerði til að undirbúa sig og fleira.

„Ég ætla að segja fólki söguna og hvernig ég gerðir þetta og hvað ég gerði til að byggja mig upp og í raun fara svolítið yfir hvernig maður æfir fyrir járnkarlinn (IronaMan),“ segir Dandý í samtali við Austurfrétt.

Fyrirlestur fyrir alla

Fyrirlesturinn fer fram fyrirlestrarsal Egilsstaðaskóla og hefst kl. 20 í kvöld. „Fyrirlesturinn er tæplega klukkutíma langur og ég vil taka fram að þessi fyrirlestur er fyrir alla. Alla sem hafa áhuga, og fyrir alla þá sem þurfa eða vilja hvatningu til að koma sér af stað ef þeim langar að gera eitthvað svona.

Þetta er alls ekki fyrirlestur eingöngu fyrir fólk sem er að stefna að því að fara í járnkarlinn. Ef manni dreymir um að gera eitthvað þá gerir maður það og fyrirlesturinn í kvöld gæti alveg eins verið fyrsta skrefið í áttina í að láta þann draum rætast. Ég vona að ég sjái sem flesta,“ segir Dandý.

Dandy austurfrett

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.