Hreyfivikan er handan við hornið: Draumurinn er að það verði hvert einasta krummaskuð iðandi af lífi í þessari viku eftir nokkur ár

Move weekAlþjóðleg hreyfivika, Move week er handan við hornið. Hún hefst mánudaginn 29. september og stendur til 5. október. ISCA-samtökin (International Sport and Culture Association) halda utan um verkefnið á alþjóðavísu en Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að samtökunum og fylgir því eftir hérlendis. Markmið vikunnar er að hvetja sem Evropubúa til að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana sér til gleði og heilsueflingar.

Hér á Austurlandi er dagskráin afar fjölbreytt og glæsileg og ljóst að víða verður allt á iði þessa viku þegar íþróttafélög, frístundahópar, sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar leggjast á eitt til að hvetja nærsamfélag sitt til hreyfingar og heilsusamlegs lífernis.

„Þetta er í þriðja sinn sem við erum með hérna fyrir austan og það er ánægjulegt er að sjá nýja aðila og sveitarfélög bætast nú í hópinn. Djúpivogur og Fjarðarbyggð eru til dæmis með í fyrsta sinn núna og Seyðfirðingar taka virkan þátt líkt og í fyrra“ segir Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA. „Svo er ekki síður skemmtilegt að sjá þá sem áður hafa verið með í verkefninu sækja í sig veðrið og bæta við fleiri og fjölbreyttari viðburðum.“

Umfangsmikil og fjölbreytta dagskrá.

„Fljótsdalshérað hefur alltaf verið duglegast og horfa margir til Héraðsins þegar kemur að framkvæmd Move week, en í fyrra var Hreyfivika á Héraði valið eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“ herferðinni. Dagskráin að þessu sinni verður ekki síðri, en á Héraði í ár verða meðal viðburða kynningar á ýmsum nýstárlegu s.s. Frisbígolfi, sundleikfimi, Tabataaæfingum og línudansi svo nú er um að gera að vippa sér út fyrir þægindaramman og prófa eitthvað nýtt.“

Hægt er að skoða nánari dagskrá hreyfiviku fyrir hvert sveitafélag eða þéttbýli fyrir sig á Move Week síðunni eða með því að smella HÉR.

Fyrir alla

„Ég vona svo sannarlega að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Draumur minn er að það verði hvert einasta krummaskuð iðandi af lífi í þessari viku eftir nokkur ár. Ég veit að þetta átak stendur yfir í viku en maður vonar að það sitji eitthvað eftir að lokum og að fólk finni sig í einhverju sem það er tilbúið að stunda áfram. Það er nefnilega það sem þetta gengur út á að fá alla til að hreyfa sig meir og sérstaklega til að fá þá sem hreyfa sig ekki neitt til þess að fara af stað,“ segir Hildur.

Skilaboð frá Hildi

„Kæru Austfirðingar og aðrir íbúar Evrópu. Njótum hreyfivikunnar og tökum virkan þátt, vippum okkur út fyrir þægindaramman og prófum nýja hreyfingu. Bregðum á leik og hreyfum okkur saman, ekki til þess að verða fyrst eða fremst, ekki til þess að lagfæra lögun eða línur, ekki til þess að bægja frá samviskubiti yfir kílóum eða kaloríum, heldur hreyfum okkur einfaldlega vegna þess að það er svo undur skemmtilegt.“

Hér má sjá yfirlit yfir viðburði vikunnar


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.