Björn Thoroddsen í Fjarðarborg í kvöld

Bjorn thoroddsenÞað verður boðið upp á gítarveislu í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri í kvöld, þriðjudagskvöld þegar Björn Thoroddsen kemur þar fram á tónleikum.

Björn hefur undanfarin 30 ár verið einn af atkvæðamestu tónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Hann hefur ásamt því að vera í forsvari fyrir Guitar Islancio leikið með fjölda þekktra erlendra tónlistarmanna.

Á síðustu misserum hefur Björn verið að koma sér inn í alþjóðlegu gítarhringiðuna með því að leika með listamönnum á borð við Tommy Emmanuel og Kazumi Watanabe ásamt því að stjórna gítarhátíðum í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi.

Á tónleikunum í kvöld mun hann flytja rokk, kántrí, blús, popp og jafnvel þungarokk. Munu tónleikagestir heyra lög úr smiðju Bítlanna, Rolling Stones, AC/DC, Police, Who og fleiri. Björn sýnir ennfremur á sér nýjar hliðar en hann kemur fram aleinn og óstuddur án aðstoðarmanna. Tónleikarnir hefjast kl.20:00.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.