Eiðagleði, Hvanndalsbræður, myndlistasýning og klassískir tónleikar.

eidar6 sbg fasinnaNóg verður um að vera í austfirsku menningarlífi um helgina. Tvennir tónleikar eru í boði, Eiðavinir bjóða gestum í Eiða og ný sýning opnar í Gallerí Klaustri.

Eiðagleðin er haldin í annað sinn á laugardag og sunnudag. Í boði er pöbbakvöld, dansleikur og notaleg stund á sunnudag. Viðburðurinn er ekki bara fyrir gamla nemendur og kennara heldur er þetta tækifæri fyrir aðra íbúa á Austurlandi, og öllu landinu reyndar, til að sækja ball á Eiðum og taka þátt í öðrum viðburðum.

Klukkan 16:00 í dag opnar opnar Lóa Björk Bragadóttir nýja sýningu í gallerí Klaustri sem ber yfirskriftina Undraland.

Náttúruöflin í Undralandinu Íslandi, eru ein helsta uppspretta hugmynda að verkunum sem Lóa Björk sýnir nú. Hin sífellda hreyfing og umbreyting náttúruaflanna eru þeir meginþættir sem liggja til grundvallar verkanna en einnig sækir hún innblástur í ljóðlist Sigurðar Ingólfssonar skálds.

Hún hefur unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega málverk. Í þessum verkum eru möguleikar línuspils þess óræða í náttúrunni skoðaðir á óhlutbundinn hátt með vatnslitum og blandaðri tækni.

Hvanndalsbræður halda tónleika í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 21:30 annað kvöld. Þeir leika þar nýtt efni í bland við gamalt og segjast vera orðnir svo gamlir og ljótir að hækka verði aldurstakmarkið upp í 20 ár.

Á morgun klukkan 15:00 verða tónleikar með flautuleikurunum Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikaranum Selmu Guðmundsdóttur í Kirkju- og menningarmiðstöð Austurlands. Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend sönglög, meðal annars eftir Eskfirðinginn Þorvald Friðriksson.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.