Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er í dag: Kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju

egilsstadakirkja 0032 webÍ tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna sem er í dag miðvikudaginn 10. september verða haldnar kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrakirkju og Egilsstaðakirkju.

Samkoman í Egilsstaðakirkju hefst kl. 20 og er á þess leið:

Ólöf Margrét Snorradóttir guðfræðingur leiðir stundina og flytur hugvekju
Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni
Tónlistarflutningur
Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi

Eftir stundina verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og kynning á starfi Nýrrar Dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og aðstandenda eftir sjálfsvíg.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.