Útsýnisflug yfir eldgosið frá Egilsstöðum: Gaman að geta boðið upp á þetta

eldgos flug 0387 webFlogið er þrisvar á dag með ferðamenn yfir eldgosið í Holuhrauni frá Egilsstöðum. Umboðsaðili flugsins segir farþega ánægða með upplifunina.

„Það er gaman að geta boðið upp á þetta," segir Þór Ragnarsson hjá Ferðaskrifstofu Austurlands. Samstarf er á milli skrifstofunnar og eiganda flugvélarinnar um ferðirnar en Þráinn Hafsteinsson flugmaður flýgur.

Byrjað var að fljúga á föstudag og er farið í loftið 11:30, 14:30 og 17:30. Fjórir farþegar komast í hverja ferð.

Um hálftíma flug er frá Egilsstöðum á gosstöðvarnar og er sveimað yfir þeim í um hálftíma áður en haldið er heim á leið þannig að ferðin tekur í heild sinni einn og hálfan tíma.

Veðrið ræður öllu en útsýnið hefur verið gott um helgina. „Það hefur ekkert klikkað og allir eru ofboðslega ánægðir."

Boðið er upp á ferðir yfir gosið víðar, meðal annars frá Mývatni en þeir sem hafa viljað selja ferðir frá Reykjavík hafa lent í vandræðum vegna slæms skyggnis þar.

Þór segir það fyrst og fremst erlenda ferðamenn sem nýtt hafa sér flugið. „Þetta eru 99% útlendingar. Ég tek á móti þeim við lendinguna og þeir brosa allan hringinn."

Þannig var reyndin um áströlsk hjón sem Austurfrétt hitti að loknu flugi í hádeginu í dag. „Þetta er eitthvað sem maður upplifir bara einu sinni á ævinni."

Þau bættu líka við að það hefði verið allt annað að kynnast landinu úr lofti heldur en af þjóðveginum en þau hafa verið í tveggja vikna hringferð um landið.

eldgos flug 0066 webeldgos flug 0177 webivar hrefna hilmar jon eldflug hg web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.