Bakk á Egilsstöðum: Höfum fengið fyrirtaks móttökur á Austurlandi

Bakk egsTökur á kvikmyndinni Bakk hófust í byrjun ágúst og munu standa fram í september. Myndinni er leikstýrt af þeim Gunnari Hanssyni og Davíð Óskari Ólafssyni. Blaðamaður Austurfréttar hitti á leikstjórana og tökulið á meðan á upptökum á myndinni stóð yfir í fellabæ á laugardaginn.

„Myndin segir frá tveimur æskuvinum og vinkonu þeirra sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum og ætla þeir að slá heimsmet sem faðir  annars þeirra á síðan hann bakkaði hringinn í kringum landið árið 1981 til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp. Þeir félagar ætla að slá það heimsmet og safna í leiðinni fyrir gott málefni“, segir Gunnar Hansson.

„Þeir fara samt með mjög mismunandi ástæðum út í þetta“ bætir Davíð við. „En það sem er spennandi við myndina er að þessar þrjár persónur eru fastar inn í þessum litla bíl  í 9. daga og takast á við ýmislegt og lenda í mörgum ævintýrum. Þetta er eiginlega saga um fólk og hvernig það dílar við fortíðina, nútíðina og framtíðina“, bætir Davíð við.

Það er Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir fara með aðalhlutverk í myndinni en önnur helstu hlutverk eru í höndum Þorsteins Gunnarssonar, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Þorsteins Bachmann, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Hallgríms Ólafssonar, Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhannesar Hauks Jóhannessonar.

Safna fyrir langveikum börnum

Í myndinni safna aðalpersónurnar peningum fyrir langveik börn og ákváðu leikstjórarnir að það væri tilvalið að gera það í raunveruleikanum líka.  „Já, okkur fannst þetta góð hugmynd fyrst þetta var nú í handritinu. Við erum búinn að opna söfnunarlínur og við erum að safna fyrir Umhyggju“, segir Gunnar. „Þessi samtök eru stórkostleg, þau aðstoða og hjálpa foreldrum langveikra barna, og er öll vinna meira og minna unnin sjálfboðavinnu“. 

„Við ætlum að safna fram að frumsýningu myndarinnar  sem verður um páskana og er hægt að leggja málefninu lið með því að hringja í síma:

902 5001 - 1000 kr.
902 5003 - 3000 kr.
902 5005 - 5000 kr.

Við vonum að söfnunin fari vel, þó svo að það sé ekkert gefið um hvernig hún fer í myndinni“, segir Davíð og hlær.

Gott að koma á Austurland

Leikstjórar, leikarar og tökulið hyggst dvelja á Austurlandi í nokkra dag. „ Við verðum hér eitthvað næstu dag, fer alveg eftir því hvernig gengur. En við höfum fengið fyrirtaks móttökur á Austurlandi, hingað er gott að koma. Takk fyrir okkur“ segja leikstjórarnir að lokum.

Einnig er hægt að styrkja umhyggju eða með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0101-15-371020
Kennitala: 581201-2140


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.