Tæplega 3000 manns á Rúllandi Snjóbolta/5, á Djúpavogi

rullandi snjóboltiHátt í þrjú þúsund manns sóttu alþjóðlegu myndlistarsýninguna „Rúllandi Snjóbolti/5, Djúpivogur “ en henni lauk föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn. Aðsóknin fór fram úr öllum vonum skipuleggjenda.

Sýningin, sem opnuð var 12. júlí sl. af forseta Íslands að viðstöddu fjölmenni, var skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC) og Djúpavogshrepp og samanstóð af verkum 33 listamanna frá Kína, Evrópu og Íslandi. Eitt af markmiðum CEAC er að stuðla að samskiptum á milli Kína og Vesturlanda. Var þetta í fyrsta skipti sem CEAC skipulagði sýningu utan Kína.

CEAC og Djúpavogshreppur buðu einnig tveimur listamönnum að dvelja á Djúpavogi sem gestalistamenn. Fyrir valinu urðu hollensku listakonurnar Marjan Laaper og Scarlett Hooft Graafland sem dvöldi á Djúpavogi í tvo mánuði og unnu að listsköpun sinni.

„Þetta heppnaðist bara rosalega vel og viljum við fyrst og fremst þakka þeim sem komu að sýningunni, þeim listamönnum sem tóku þátt og einnig þeim er sóttu sýninguna heim. Við erum Þegar er farin að leggja drög að næsta rúllandi snjóbolta“ , segir Alfa Freysdóttir verkefnastjóri sýningarinnar.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.