Með hjartað á réttum stað: Gáfu hár til góðgerðamála í Bretlandi

Med hjartad a rettum stadÞær Natalia S. Björnsdóttir og Hanna Dís Björgólfsdóttir eru 8 ára stelpur frá Stöðvarfirði  sem eru sannarlega með hjartað á réttum stað.  Þær klipptu 35cm af hári sínu í sumar og gáfu til góðgerðamála í Bretlandi.

Natalia er dóttir hjónanna Mögdu Stankiewicz og Björns Steinars Pálssonar og Hanna dís er dóttir hjónanna Rósmarý Drafnar Sólmundardóttur og Björgólfs Jónssonar. Þær eru 8 ára gamlar vinkonur og frænkur og búa á Stöðvarfirði ásamt foreldrum sínum.

„Ég rakst á frétt um unga stúlku sem klippti hárið sitt og gaf til góðgerðamála og var eitthvað að tala um þetta og Natalia greip þetta á lofti og fór strax að tala við Hönnu Dís vinkonu sína um að þær skildu gera slíkt hið sama. Þetta kom algerlega að þeirra frumkvæði“, segir Magda mamma Nataliu þegar Austurfrétt heyrði í mæðrum stelpnanna.

„Ég hringdi því í Krabbameinsfélagið og komst að því að starfsfólk þar tekur ekki á móti svona hársendingum, en það gaf mér upplýsingar um hverjir sjá um slíkt erlendis. Það komu nokkur lönd til greina. Við völdum Bretland þar sem við eigum ættingja þar“, segir Magda.

Hjálparstofnunin sem tók á móti hárínu heitir Little princesses, en sjóðurinn sérhæfir sig í að búa til hárkollur fyrir börn, stráka og stelpur sem hafa misst hárið vegna krabbameins eða annarra sjúkdóma. Foreldrar stelpnanna hjálpuðu þeim að senda hárið og fengu Natalia og Hanna Dís sent sérstakt skjal til baka þar sem þeim var þakkað framlagið og eru þær stoltar búnar að hengja það upp á vegg í herbergjum sínum.

„Þær voru svo spenntar þegar kom að því að klippa hárið“, segir Rósmarý mamma Hönnu Dísar. „Það var ekki til að þær voru kvíðnar. Við fengum vinkonu okkar til að koma bara heim og klippa þær og afraksturinn var settur í poka til að senda. Eftir á voru þær svo stoltar og það er engin eftirsjá eftir hárinu“ bætir Rósmarý við. „Þær eru líka ákveðnar í að safna og gera þetta aftur“ , segir Magda að lokum.

Þú getur kynnt þér starfsemi littleprincesses hér.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.