Sjómenn sendir í sjóinn í endurmenntun – Myndir

gullver bjorgunaraefing 0005 webSkólaskip Slysavarnaskóla sjómanna heimsótti Austfirði nýverið í fyrstu ferð sinni um landið í sex ár. Skipverjar á Gullveri frá Seyðisfirði voru meðal þeirra sem sóttu námskeið um borð í skólaskipinu.

Sjómenn þurfa að taka slysavarnanámskeiðið á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. Sjómennirnir voru meðal annars látnir æfa að bjarga mönnum úr sjó, að velta björgunarbát og komast um borð í hann og viðbrögð við eldi, meðal annars reykköfun.

Sæbjörgin kom við bæði í Vestmannaeyjum og Neskaupstað áður en röðin kom að Seyðisfirði og síðar Akureyri. Á Seyðifirði mætti 17 manna áhöfn Gullvers í tveggja daga námskeið en það sóttu einnig smábátasjómenn.

Þá var tækifærið nýtt til að skoða aðstæður um borð í Gullveri sem skólastjórinn sagði „til fyrirmyndar" eftir heimsóknina.

Þetta var fyrsta ferð Sæbjargar út á land frá árinu 2008. Niðurskurður fækkaði ferðunum eftir hrun en eins hefur verið mikil ásókn í sérhæfð námskeið sem haldin hafa verið í Reykjavík. Íslenskir sjómenn hafa sótt í þau til að fá alþjóðleg réttindi til að geta leitað sér að störfum erlendis. Þannig hafa þeir brugðist við fækkun í áhöfnum íslenskra skipa.

Austurfrétt fékk að fylgjast með hluta æfinganna.

gullver bjorgunaraefing 0010 webgullver bjorgunaraefing 0015 webgullver bjorgunaraefing 0025 webgullver bjorgunaraefing 0030 webgullver bjorgunaraefing 0035 webgullver bjorgunaraefing 0045 webgullver bjorgunaraefing 0049 webgullver bjorgunaraefing 0062 webgullver bjorgunaraefing 0069 webgullver bjorgunaraefing 0082 webgullver bjorgunaraefing 0089 webgullver bjorgunaraefing 0116 webgullver bjorgunaraefing 0127 webgullver bjorgunaraefing 0157 webgullver bjorgunaraefing 0166 webgullver bjorgunaraefing 0178 webgullver bjorgunaraefing 0184 webgullver bjorgunaraefing 0187 webgullver bjorgunaraefing 0197 webgullver bjorgunaraefing 0199 webgullver bjorgunaraefing 0209 webgullver bjorgunaraefing 0213 webgullver bjorgunaraefing 0215 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.