Orkumálinn 2024

Dægurlagadraumar á Austurlandi

daegurlagadraumar mjoafjÍ lok júlí mun austfirska hljómsveitin Dægurlagadraumar flytja íslensk og erlend dægurlög frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Um er að ræða tónlistarskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Dagskráin samanstendur af lögum sem Ellý, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Haukur Morthens , Helena Eyjólfs og fleiri samtímamenn og -konur þeirra gerðu fræg ; lög sem skapa alltaf huggulega og skemmtilega stemningu og hitta beint í hjartað.

Hljómsveitina Dægurlagadrauma skipa Austfirðingarnir Bjarni Freyr og Þorlákur Ægir Ágústssynir, Egill Jónsson, Erla Dóra Vogler, Jón Hilmar Kárason og Marías Benedikt Kristjánsson.
Hljómsveitin heldur þrenna tónleika í lok júlí;

Fyrstu tónleikarnir voru á Sólbrekku á Mjóafirði í dag en þeir næstu verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á þriðjudag og í Blúskjallaranum í Neskaupstað á miðvikudag. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og kr. 1.000 fyrir eldri borgara. Frítt verður fyrir 16 ára og yngri. Enginn posi verður á staðnum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.