Haldið upp á 100 ára afmæli þráðlausra fjarskipta

smidjuhatid 2013Haldið verður upp á 100 ára afmæli þráðlausra fjarskipta á Íslandi á Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands um helgina. Safnið sjálft er einnig 30 ára í ár.

Það verður Jóhann Grétar Einarsson símstöðvarstjóri, sem sýnir elstu ritsímatæki landsins í Gömlu Símstöðinni og mun senda og móttaka símskeyti.

Minnst verður afreka frumkvöðlanna Þorsteins Gíslasonar og Friðbjarnar Aðalsteinssonar sem smíðuðu fyrsta radíósendi landsins og sendu út fyrstu þráðlausu boðin á Íslandi á Seyðisfirði árið 1914.

Þá verður Stóri radíóbíllinn, fullkomnasti fjarskiptabíll landsins, á svæðinu og félagið Íslenskir Radíó Amatörar kynnir starfsemi sína.

Að venju eru á hátíðinni fjölbreyttar smiðjur þar sem handverk er kennt. Beate á Kristnesi, Íslandsmeistari í eldsmíði, sýnir og kennir fagið og Bjarni Þór Kristjánsson sýnir einnig og kennir eldsmíði ásamt fuglatálgun. Guðmundur Sigurðsson sýnir og kennir málmsteypu, Páll Kristjánsson kennir hnífasmíði og Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhannsdóttir kenna prent og bókverkagerð.

Hátíðin hófst í dag og stendur til sunnudags. Auk þessa verður boðið upp á leikþætti og göngu um Seyðisfjörð. Frítt er á sýningar safnsins, tónleika og dansleiki og aðra fjölbreytta skemmtun um helgina.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.