Kristian gefur út Í landi hinna ófleygu fugla

kristian guttesen web bokEgilsstaðabúinn og ljóðskáldið Kristian Guttesen sendi nýverið frá sér sína áttundu ljóðabók. Með henni fagnar hann fertugsafmæli sínu og 19 ára skáldaafmæli.

Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal fyrri bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.

Kristian hefur frá tvítugsaldri birt sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndum. Verk hans hafa verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku.

Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 bls. og útgefandinn er Bókaútgáfan Deus.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.