Sterk skírskotun í staðhætti og umhverfið tryggði sigurinn

hulduhlid verlaunaskreytingGuðrún Kristjánsdóttir bar sigur úr bítum í samkeppni um listskreytingu í nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði. Skírskotun í nærumhverfið skilaði tillögu Guðrúnar sigrinum.

Samkeppnin var lokuð og fjórum listamönnum var boðin þátttaka, Guðjóni Ketilssyni, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Hörpu Árnadóttur og Ólöfu Nordal.

Dómnefnd skipuðu Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Fjarðabyggð og Hulda Aðalsteinsdóttir, annar arkitekt hússins, sem voru fulltrúar verkkaupa og Bjarki Bragason, frá listskreytingasjóði.

Dómnefnd var sammála um að velja meðfylgjandi tillögu Guðrúnar til útfærslu í byggingunni, en um er að ræða meðhöndlun á renniflekum í miðrými hússins.

Í umsögn dómnefndar um tillöguna segir meðal annars: „Heildartungumál tillögunnar er einfalt en hrífandi og sterkt,- og kallast á við ytra og innra rými heimilisins. Tillagan þykir henta mjög vel hugmyndafræði hjúkrunarheimilisins og byggingarinnar. Sterk skírskotun er í staðhætti og umhverfi Fjarðabyggðar sem vekur áhuga og viðbrögð áhorfanda".

Áætlað er að Hjúkrunarheimilið verði tilbúið nú á vormánuðum og þá um leið listskreytingin.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.