Sumarmálagleði í Hjaltalundi

hjaltalundurKvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá stendur á morgun fyrir sinni árlegu sumargleði. Meðal skemmtiatiðra verða gamanmál, listsýning og brot úr leiksýningu.

Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að heiðra gömlu sveitaskáldin. Fyrstur í röðinni verður Björn A.Ágústsson, fyrrum bóndi á Móbergi, en dóttir hans, Kristjana Björnsdóttir segir frá honum og fer með gamanmál eftir hann.

Boðið verður upp á ljóðalestur, söng og fleira auk þess sem flutt verður atriði úr leikritinu Gull í Tonn eftir Ásgeir Hvítaskáld sem Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir í Valaskjálf í næstu viku.

Búið er að skreyta veggi Hjaltalundar með málverkum eftir Fjólu Sigurðardóttur, listakonu á Egilsstöðum. Félagsheimilið þarfnast viðgerðar og til styrktar því selur kvenfélagið tækifæriskort.

Dagskráin hefst klukkan 20:30.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.