Heldur upp á fertugsafmælið með útgáfuhófi

sigga lara sigurjons xl me13Út er komin bókin Of mörg orð; þroskasaga tiltölulega ungrar konu í góðæri eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Höfundurinn heldur upp á fertugsafmæli sitt með útgáfuhófi í kvöld.

Sigríður Lára veltir fyrir sér íslensku samfélagi, barneignum, þunglyndi, hryllingsmyndum og fleiru í bókinni sem byggð er á vefskrifum hennar frá árunum 2003 til 2008.

Bókin er gefin út af Snotru. Hófið hefst klukkan 20:30 í kvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Lesið verður upp úr bókinni sem og öðrum sem Snotra og tengdar útgáfur stefna á að gefa út á árinu. Einnig verður gestum velkomið að lesa upp úr verkum sínum, útgefnum sem óútgefnum.

Einnig verður haldið útgáfuhóf í verslun Eymdunsson í Austurstræti föstudaginn 25. apríl frá kl. 17.00 til 19.00. Bókin er til sölu í A4 á Egilsstöðum og í verslunum Pennans og Eymundsson í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi. Einnig er hægt að panta hana hjá Snotru í netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.