Ekki bara fyrir börn: Plata fyrir fjölskylduna til að tjútta við

dori pella ekki bara fyrir born 0003 webWarén Music sendi um helgina frá sér hljómdiskinn „Ekki bara fyrir börn." Diskurinn inniheldur ellefu gamalkunnug amerísk þjóðlög með nýjum íslenskum textum.

Diskurinn er hugarfóstur Halldórs Warén og Charles Ross en fyrstu lögin voru tekin upp um leið og þeir urðu að Kjuregej disknum, sem hlaut sérstök verðlaun á íslensku tónlistarverðlaunum í ár.

Fyrirmynd disksins er hljómplatan „Not Just For Kids" sem Jerry Garcia, úr Grateful Dead, og David Grisman gáfu út árið 1993.

Halldór og Charles nota flest sömu lögin og Garcia og Grisman en með nýjum útsetningum og íslenskum textum sem Sævar Sigurgeirssonar, úr Ljótu hálfvitunum, hefur staðfært. Einnig yrkir Stefán Bragason um Lagarfljótið.

„Áður fyrr voru gerðar plötur sem allir í fjölskyldunni áttu að geta sameinast um að elska og verkefnið gengur út á að þetta sé plata sem sé ekki bara fyrir börn. Við hugsuðum út í það með textum og útsetningum að þetta sé plata sem öll fjölskyldan hafi gaman af og tjútti með."

Meðal þeirra sem koma á plötunni eru Magni Ásgeirsson, Esther Jökulsdóttir, Eyrún Huld Haraldsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Charles spilar á flest hljóðfærin á plötunni og segir Halldór að stærsta áskorunin verði að setja saman „sinfóníuhljómsveit" með honum þegar farið verður að halda tónleika á nýju ári.

Fyrst um sinn er diskurinn aðeins til í Húsi handanna á Egilsstöðum og hjá Halldóri sjálfum en hann fer í almenna dreifingu eftir áramót.

Þá er hægt að hlusta á diskinn á www.warenmusic.bandcamp.com.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.