Norðfjarðargöng

Tæpt ár í opnun Norðfjarðarganga

Nú er rúmt ár frá gegnumslagi í Norðfjarðargöngum og að öllu óbreyttu tæpt ár þar til þau verða opnuð. Ýmislegt er ógert þótt gat sé komið í gegnum fjallið.


Eftir að lokastyrkingum lauk snemma á þessu ári hefur verið unnið við lagnir fyrir rafmagn og frárennsli, steypa spennistöðvar og fleira.

Uppsetning vatnsklæðninga er í fullum gangi og er bæði unnið á dag- og næturvöktum. Þótt vatnsleki sé ekki mikill, eru smálekar hér og þar, sem glíma þarf við. Talsvert hefur verið um ný lekasvæði í göngunum í sumar en áætlað er að vinna við klæðingar og frágang þeirra standi fram að áramótum.

Myndir: Hermann Hermannsson og Ófeigur Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa

nordfjardargong20160922 1 web

nordfjardargong20160922 2 web

nordfjardargong20160922 3 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.