Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Byrjað að malbika í næstu viku

Íbúar á Eskifirði og Norðfirði mega eiga von á vaxandi umferð við Norðfjarðargöng fram á haust á lokaspretti framkvæmda við göngin. Malbika á í göngunum í næstu viku.


Í Norðfjarðargöngum hefur að undanförnu verið unnið af krafti við undirbúning fyrir malbikun ganganna. Lagðar hafa verið lagnir í gangabotninn, ídráttarrör fyrir rafmagn og frárennslislagnir.

Burðarlög eru komin í gangabotninn og er stefnt á að malbikun ganganna hefjist í næstu viku. Malbikunarstöðvar hafa verið reistar við Mjóeyrarhöfn, þar sem malbikið verður framleitt. Því má búast við talsverðri umferð vörubíla með malbik um Eskifjörð á næstu vikum.

Þá hafa rafvirkjar verið við vinnu í spennistöðvum og töflurýmum innan og utan ganga og er nú komið rafmagn á öll þessi rými. Eftir að malbikun lýkur fara þeir af krafti í uppsetningu strengstiga í loft gangnanna og undirbúa fyrir uppsetningu lýsingar og annars búnaðar.

Framundan er svo vinna við vegagerðina utan ganga og gerir verktakinn fyrir að fyrstu vikurnar verði mestur kraftur í Eskifirði, en síðan í Norðfirði.

Íbúar geta því búist við að verða varir við talsverð umsvif verktakanna í sumar og fram á haust, en þá er gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið.

Myndir: Hnit
Rafvirkjar við vinnu í töflurými.
Gengið frá lögnum fyrri rafmagn þvert yfir veg í göngum.
Fyllt yfir undirgöng í Eskifirði.

 

 

nordfjardargong 20170421 1 web

nordfjardargong 20170421 2 web

nordfjardargong 20170421 3 web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.