Vilja banna snjallsíma í skólum í haust

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fræðslunefnd að taka afstöðu til þess að snjallsímanotkun nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins verði bönnuð frá og með næsta skólaári.

Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í gærmorgun. Þar kemur fram að nemendum sé heimilt að koma með snjallsíma í skólann en þeir verði í vörslu skólaritara á meðan skólastarfi stendur og ekki afhentir aftur fyrr en í lok skóladags.

Á móti skuldbindur sveitarfélagið sig til að fjárfesta í spjaldtölvum gerist þess þörf vegna kennslu.

Í greinargerð með bókunni er bent á að margar þjóðir, meðal annars Frakkar, hafi bannað snjallsíma í grunnskólum. Þá bendi rannsóknir til þess að snjallsímanotkunin ýti undir kvíða og þunglyndi.

„Skólinn á að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.