Orkumálinn 2024

Víkingur til Vopnafjarðar eftir að hafa fengið nótina í skrúfuna

Víkingur AK kom til Vopnafjarðar um klukkan hálf níu í gærkvöldi eftir að hafa fengið loðnunótina í aftari hliðarskrúfuna. Veiði á loðnumiðunum gengur vel og fiskurinn lítur vel út.


Óhappið varð á föstudagskvöld þegar verið var að klára að draga nótina en skipið var þá statt úti af Landeyjum. Taug var sett til öryggis milli Víkings og Álseyjar, skipinu snúið upp í vestanvindinn og klárað að draga nótina um borð.

Um borð voru 1.150 tonn af loðnu að því fram kemur í frétt frá HB Granda. Að löndun lokinni verður siglt til Reykjavíkur og gert við nótina en hún var það eina sem skaðaðist.

Flest loðnuveiðiskipin eru nú á veiðum skammti úti af Þorlákshöfn. Loðnan sem veiðst hefur undanfarna daga þykir óvenju falleg og vel á sig komin og styttist í að vinnsla hefjist á hrognum.

Börkur, Hoffell og Bjarni Ólafsson eru á leið til hafnar á Austfjörðum en Aðalsteinn Jónsson eldri var að láta úr höfn á Eskifirði. Einhver skipanna hafa leitað í hafnir sem styttra eru frá miðunum, Aðalsteinn Jónsson yngri er í Vestmannaeyjum og Polar Amaroq í Helguvík.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.