Orkumálinn 2024

„Við konur eigum allar þessar frásagnir“

„Þetta er tíu konur, allsstaðar að úr samfélaginu okkar, sem ætla að lesa upp frásagnir kvenna sem hafa stigið fram í #metoo byltingunni sem nú er Í gangi. Með þessu munu þær að varpa ljósi á þann veruleika sem er saga okkar allra ,“ segir Halldóra Malin Pétursdóttir, leikkona.

Nú á sunnudaginn er alþjóði mannréttindadagurinn og í tilefni af því mun hópur kvenna koma saman á þremur stöðum á landinu á sama tíma og lesa frásagnir úr #metoo byltingunni sem nú gengur yfir, bæði hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum. Halldóra Malin var fengin til að vera skipuleggjandi viðburðarins sem settur verður upp á Seyðisfirði . „Ég tengist inn í þetta því ég er partur af leikarahóp sem deildi frásögnum sínum úr kvikmynda- og sviðslistageiranum hér á landi eftir að hópur kvenna úr pólitík steig fram með sínar frásagnir og fleiri fylgdu svo í kjölfarið. Þær Þórdís Elva Þorvaldsdóttir , Silja Haukdóttir, Anna Lísa Björnsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir sáu um að skipuleggja þennann viðburð og höfðu síðan samband við okkur út á landi til að halda slíkan viðburð á fleri stöðum.“

Raunverulegar sögur kvenna sem lifðu þetta

Mikilvægt er að leggja áherslu á að þær konur sem munu stíg á svið eru ekki að lesa sínar eigin frásagnir og ekki texta í leikriti, heldur verða sagðar raunverulegar sögur kvenna sem lifðu þetta „Um er að ræða handrit af frásögnum kvenna úr öllum hópum þjóðfélagsins, þverskurður af því sem opinberað hefur verið á síðustu vikum. Þessi bylting er svo sterk og við konur eigum allar þessar frásagnir sem þarna verða sagðar. Þarna verða allt frá bæjarstjórnarfulltrúa, íþróttaþjálfara, myndlistakonur, forstöðukonur, skólastýru, fyrrverandi þingkonu, hjúkrunarfræðingi, kona í sjálfstæðu rekstri og allt þar á milli,“ segir Halldóra Malin.

Viðburður sem varðar okkur öll
Viðburðurinn mun eiga sér stað í Herðubreið, sunnudaginn 10. desember kl. 16:00, á sama tíma á öllum stöðum og er hann opinn öllum. „Ég vonast til að sjá sem flesta því þetta er viðburður sem varðar okkur öll,“ segir Halldóra Malin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.