Orkumálinn 2024

„Við gleðjumst þar til annað kemur í ljós“

„Fyrstu viðbrögð mín eru þau að vera algerlega í skýjunum – að það hafi verið tekið mark á þessum mótmælum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði við þeim fréttum að búið sé að samþykkja að veita 1200 milljónum til viðbótar til vegamála.

Ríkisstjórnin samþykkti rétt í þessu að veita 1200 milljónum til viðbótar til vegamála. Jón Gunnarsson samgönguráðherra tilkynnti þetta eftir ríkisstjórnarfund í dag en þá höfðu blaðamenn verið boðaðir í ráðherrabústaðinn.

Meðal verkefna sem ráðist verður í á grundvelli þessara fjármuna verða verkefni í Berufjarðarbotni, Dettifossvegur, Kjósarskarðsvegur, Uxahryggjavegur, Skógarstrandaleið, og verkefni við Hornafjarðarfljót. Þetta kom fram á mbl.is fyrir stundu.


Halda sér á jörðinni

Berglind stóð ásamt fleirum fyrir fjölmennum mótmælum með því að loka Hringveginum í tvígang í byrjun mars. Þær fréttir má lesa hér og hér.

„Heimamenn segja okkur að halda okkur á jörðinni þrátt fyrir þessar fréttir, þar sem þetta sé ekki í fyrsta skipti sem svona einhverju sé lofað. Það verða í heildina settar auka 1200 milljónir í vegamál en við erum ekki farin að sjá hversu mikið kemur hingað, hvort það verði hægt að klára þetta dæmi eða aðeins einn kílómeter. En í stóra samhenginu er þetta algerlega frábært, ég er mikil bjartsýnismanneskja og vona það besta.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.