Orkumálinn 2024

„Við erum sátt“

Við erum ánægð með það hvernig verið er að taka á málunum. Auðvitað erum við sár og reið en við vitum að þetta er góð manneskja og hún og sonur okkar eru miklir vinir,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir, móðir Rúriks Páls, tveggja ára drengs í Leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði.



„Málið hefur verið unnið eins hratt og vel og mögulegt er. Talað hefur verið við alla hlutaðeigandi. Málavextir liggja fyrir og öllum ljóst að þarna áttu sér stað leið mistök,“ segir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, um atvikið sem átti sér stað á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði í síðustu viku. Hér má sjá fréttina sem birtist síðastliðinn miðvikudag.

„Við höfum unnið eftir þeim ferlum, lögum og reglum sem við höfum innan sveitarfélagsins. Málið hefur reynst öllum erfitt og mikilvægt að byggja upp gott traust og það er vilji allra sem að því koma. Við viljum læra af málinu og tryggja að mistök sem þessi endurtaki sig ekki,“ segir Þóroddur.

Þóroddur segir að unnið sé eftir stefnunni Uppeldi til ábyrgðar í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar, sem miðar að því að börnum sé boðið val um ákveðna hluti, en að valkostirnir verði að vera raunhæfir sem þeir hafi í þessu tilfelli ekki verið.

„Það er unnið mjög metnaðarfullt starf í Kærabæ og afar mikilvægt að það fái áfram að blómstra og áfram haldist hið góða samstarf heimilis og skóla eins og verið hefur. Þetta er atvik sem allir þurfa að læra af,“ segir Þóroddur.


Hefur beðist fyrirgefningar

Starfsmaðurinn mun áfram starfa á leikskólanum, á sömu deild. Aðspurð að því hvort Una Sigríður, móðir Rúriks Páls, hvað foreldrunum finnist um það segir hún;

„Við erum sátt við það – en við vorum spurð að því hvort við vildum að hún myndi starfa áfram með honum og okkar svar við því var að við treystum þeim sem málið varðar að meta það.

Hún gerði vissulega stór mistök og viðurkennir þau, sem og það hvernig hún talaði við mig þegar ég hringdi. Henni þykir þetta allt saman afar leitt og bað okkur um að fyrirgefa sér,“ segir Una Sigríður.

.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.