Orkumálinn 2024

„Við erum ótrúlega flott teymi“

„Þetta var mikið áhlaup og var aðallega unnið á kvöldin og nóttunni. Þetta var þó ótrúlega skemmtilegur tími, í það minnsta svona eftir á,“ Sigríður Stephensen Pálsdóttir, sem opnaði Þvottaveldið á Breiðdalsvík í sumar. Að austan á N4 leit við í Þvottaveldinu fyrir skömmu.


Sigríður sem er félagsfræðingur að mennt, flutti ásamt fjölskyldu sinni til Breiðdalsvíkur fyrir tveimur árum, en maður hennar, Árni Björn Guðmundsson er af staðnum.

Aðeins liðu um þrír mánuðir frá því hugmyndin að Þvottaveldinu kviknaði þar til það var komið í fullan rekstur, en þvottahúsið sinnir aðallega litlum og meðalstórum gististöðum á suðurfjörðunum. „Við erum í húsi sem tengdafaðir minn á, Snorrabúð, sem er gamalt veiðarfæraverkstæði og síðar fiskvinnsla, þannig að við þurftum að taka það alveg í gegn. Við gerðum húsið í rauninni fokhelt og byggðum það aftur upp með þarfir þvottahúss í huga. Þetta var mikið áhlaup og var aðallega unnið á kvöldin og nóttunni. Þetta var þó ótrúlega skemmtilegur tími, í það minnsta svona eftir á.“ 

 

Ætla að halda tveimur stöðugildum í vetur
Tvö stöðugildi eru innan fyrirtækisins en Karl Þ. Indriðason er þvottahússtjóri. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti árstíðabundið en við teljum að það verði nokkuð stöðugt að gera hjá okkur í allan vetur. Við höfum verið með þriðja starfsmanninn hjá okkur í sumar en ætlum okkur að halda tveimur stöðugildum í allan vetur. Við finnum okkur bara einhver skemmtileg verkefni, það verður líklega vinsælt að koma með gardínur og dúka til okkar, sem og sængurfatnað fyrir jólin. Við erum þvottahús en ekki efnalaug en hver veit nema við bjóðum upp á þvott fyrir einstaklinga.“



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.