Orkumálinn 2024

Vel sóttur íbúafundur á Fáskrúðfirði

Íbúafélag Fáskrúðsfjarðar hélt nýverið aðalfund, þar voru á dagskrá ýmis mál sem brenna á heimamönnum, ásamt almennum aðalfundarstöfum.
fra_faskrudsfirdi.jpgHeilbrigðismál Fjarðabyggðar og þá aðallega læknamál sem snúa beint að Fáskrúðsfirðingum, voru ofarlega á baugi.      
Á Fáskrúðsfirði hefur ekki tekist að manna læknastöðu með föstum lækni, fráfarandi læknir er komin í árs leyfi og kemur ekki til með að taka til starfa á ný eftir leyfið. Valdimar Hermannsson ásamt Lilju Aðalsteindóttir sátu fyrir svörum og kynntu nýtt skipulag í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Fjórðungssjúkrahússins á Norðfirði. Þau kynntu fyrir fundamönnum þá stöðu sem upp er komin á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, auglýst hefur verið eftir læknum á þessa staði frá því í byrjun árs 2010, þá var ljóst að yfirlæknir Fjarðabyggðar yrði leystur frá störfum. Mikil óánægja er meðal íbúa Fáskrúðsfjarðar með læknaþjónustuna og þá miklu starfsmannaveltu lækna sem stoppa mislengi við. Þá telja íbúar á Fáskrúðsfirði að þeir búi við mun slakari læknaþjónsutu en aðrir íbúar Fjðarabyggðar, þar sem ákveðið hefur verið að loka heilsugæslunni á miðvikudögum, þá fara læknir og hjúkrunafræðingur til Stöðvafjarðar og er íbúunum því beint þangað  ef neyðaratvik kemur upp á meðan. Íbúar krefjast úrbóta í þessum efnum.
Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar mætti í fjarveru Helgu Jónsdóttur bæjarstýru. Hann kynnti fjárhags og framkvæmdaáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2010.   Helstu rekstarstærðir sveitafélagsins voru skýrðar fyrir fundinum, auk þess sem kynntar voru aðhalds aðgerðir til að mæta auknum niðurskurði hjá sveitarfélaginu.       Jóhann kynnti einnig áætlun um að flytja Franska Spítalann frá Hafnarnesi inn á Fáskrúðsfjörð, að frumkvæði Minjaverndar. Uppi eru hugmyndir um að tengja bygginguna við gamla læknabústaðinn og að þar myndi verða starfrækt 3 til 4 stjörnu hótel.  Mikil ánægja er með þessa áætlun meðal íbúa á Fáskrúðsfirði, þó sumum finnist hún í bjartsýnna lagi.
Íbúafundurinn telur að símaþjónusta á 21. öldinni sé sjálfsagður hlutur.  Fimm prósent landsmanna búa við mjög skerta símaþjónustu og eru Fáskrúðsfirðingar í þeim hópi. Símstöðin á staðnum hefur ekki verið uppfærð til að taka á nýjustu þjónustuþáttum símans og þurfa íbúar vegna þess að sætta sig við mjög skerta þjónustu en borga fyrir sama verð og hinir sem fulla þjónustu fá.  Meðal annars er netþjónusta mjög hæg, eða aðeins um þriðjungur af því sem eðlilegt getur talist. Ekki er hægt að nýta sér VOD þjónustu né fjölda stöðva sem eru innifaldar  í greiðslu áskriftar. Fundurinn telur að um veruleg vörusvik sé að ræða og að símanum sé ekki stætt á því að innheimta fyrir þjónustu sem ekki er hægt að nýta.  Íbúar fengu nýverið þau svör að ekki væri hægt að segja með neinni vissu hvenær þetta yrði lagað. Snæfellsnes væri  næst á dagskrá og síðan kæmi að Fáskrúðsfirði.  Síminn telur að með því að ráðast í þessar aðgerðir séu þeir komnir inná grátt svæði samkvæmt samkeppnislögum. Fram kom í svari Símans að kostnaður við að koma þessum 5% inn í kerfið væri sambærilegur og við hin 95%.  Íbúar Fáskrúðsfjarðar sætta sig ekki við þessi svör, krefjast úrbóta og vilja að sveitafélagið beiti sér enn frekar fyrir þessu máli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.