Vegir skemmdir á tveimur stöðum eftir vatnavexti

Vegir hafa skemmst á tveimur stöðum á Austurlandi eftir miklar rigningar síðan í gærkvöldi. Vatnsyfirborð hækkaði um tvo metra í ám á suðurfjörðum.

Samkvæmt tölum frá Veðurstofunni klukkan fjögur í dag var mesta rigningin í Neskaupstað, 77 mm frá miðnætti og 71,6 mm á Ljósalandi í Fáskrúðsfirði.

Í Fáskrúðsfirði rann aðeins undan leiðara við veginnvið Víkurgerði. Mestu skemmdirnar á vegum voru hins vegarið við bæinn Núp í Berufirði. Ræsi í Hringveginum þar er orðið ónýtt þannig að flæddi yfir veginn. Stærri bílum var bent á veginn yfir Öxi.

Vatnsyfirborð í Fossá í Berufirði og Geithellnaá í Álftafirði hækkaði um tvo metra frá því klukkan tvö í nótt. Rennslið í síðarnefndu ánni náði hámarki klukkan tvö í dag en hefur síðan verið í rénum.

Við Núp í dag. Fleiri myndir á Facebook-síðu Vegagerðarinnar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.