Orkumálinn 2024

Vegir á Austurlandi í lægstu flokkum

Vegir á Austurlandi fá almennt lægstu einkunn, eina og tvær stjörnur, í úttekt EuroRAP. Nýi vegurinn til Vopnafjarðar er sá sem kemur best út en Fjarðarheiði er í lægsta flokki.

Stjörnugjöf EuroRAP fyrir Ísland var gerð opinber í vefsjá í gær. Úttektin byggir á hversu öruggir vegirnir eru taldir.

Vegirnir eru keyrðir, þeir myndaðir og gögnum safnað. Út frá upplýsingunum er öryggiseinkunnin reiknuð en hún byggir á staðli EuroRAP.

Mest er hægt að fá fimm stjörnur. Enginn vegur nær því en lykilleiðir á Suður- og Vesturlandi fá þrjár og fjórar stjörnur. Á Austurlandi er það nýi vegurinn yfir Vopnafjarðarheiði sem kemur best út en stór hluti hans fær þrjár stjörnur og lítill hluti fjórar.

Almennt eru vegir á Austurlandi hins vegar í neðstu flokkunum tveimur. Þannig er Fjarðarheiðin öll í neðsta flokki og sama má segja um veginn suður með Austfjörðum.

Myndin verður enn svartari ef kannað er öryggi þeirra sem ferðast um vegina á hjólum, hvort sem þau eru fótstigin eða vélknúin.

Við öryggismatið er litið til þess að mannfólk gerir mistök og þess vegna þarf umhverfi veganna að vera sem öruggast. Meðal annars er horft er til hversu miklar líkur eru á slysum, hversu alvarleg þau eru, hversu áhættusamt sé að taka fram úr öðrum bíl, hve hættuleg gatnamót eru, umhverfi við útafakstur eða í árekstri.

Út frá þessum upplýsingum er unnið yfirlit yfir úrbætur, áætlaðan kostnað og ávinning af þeim. Hægt er að skoða þann lista nánar í vefjánni. Stærstur ábatinn er talinn felast í uppsetningu vegriða. Af öðrum úrbótum má nefna að hægt verði á umferðarhraða við innkomuna í Reyðarfjörð frá Fáskrúðsfirði og veginum sem liggur í gegnum Fellabæ og Egilsstaði.

Eins og Austurfrétt greindi nýverið frá er vegirnir yfir Fagradal og vegurinn frá Egilsstöðum og inn Velli meðal þeirra hættulegustu á landinu samkvæmt úttekt EuroRAP.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.