Var ráðherra að styrkja stöðu verslunarinnar í búvörusamningum?

Þórunn Egilsdóttir, bóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði og þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, er gagnrýnin á breytta skipan nýs ráðherra á samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga.


Þórunn tók málið upp á Alþingi í síðustu viku og benti þá að nýr ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði skipt úr þremur af fimm ráðherraskipuðum fulltrúum í samráðshópnum. Þórunn sagðist hvergi hafa séð skýringu á þeirri ákvörðun.

„Hvers vegna ekki bara öllum? Leyndust kannski í hópnum einstaklingar of hliðhollir bændum? Spyr sú sem ekki veit.“

Hún velti einnig fyrir sér hlutverki fulltrúa atvinnurekenda í hópnum. „Hver er aðkoma heildsala að samningum bænda og ríkisins?“

Þórunn var gagnrýnin á aðkomu verslunarinnar að samningunum. „Fljótt á litið virðist ráðherra vera að styrkja stöðu verslunarinnar sem á enga aðkomu að samningunum. Samningurinn er við bændur og þeim ber samkvæmt honum að framleiða matvöru að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Fulltrúar bænda leggja áherslu á mikilvægi þess að sátt náist um íslenskan landbúnað. Það er okkur öllum mikilvægt. Útspil ráðherra virðist ekki vera lóð á þá vogarskál.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.