Orkumálinn 2024

Valdimar býður sig fram í þriðja sætið hjá Sjálfstæðisflokknum

Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, gefur kost á sér í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Röðun fer fram á framboðslistann á sérstökum fundi kjördæmisráðsins fyrstu helgina í september.


Á fundinum verður kosið í efstu 6 sætin en á fundinum eiga sæti bæði aðal- og varamenn í kjördæmisráði flokksins í Norðausturkjördæmi.

Í tilkynningu segist Valdimar vilja nýta þá reynslu sem hann hafi aflað sér, meðal annars með setu í bæjarstjórn og bæjarráði í yfir 10 ár, verið formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi auk annarra trúnaðarstarfa á sveitarstjórnarstiginu.

Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn, verið formaður í aðildarfélagi í um 10 ár, er varaforamaður í stjórn kjördæmisráðs í Norðausturkjördæmi og situr í miðstjórn flokksins.

Hann hefur lengst af starfað við rekstrarstjórn, meðal annars hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, en einnig við verslunar-, innkaupa- og verkefnastjórnun og starfaði á Ítalíu í tvö ár.

Valdimar segir helstu áherslumál sín vera atvinnu- og byggðamál af öllum gerðum, heilbrigðismál, menntamál, ásamt samgöngumálum sem skipti miklu máli fyrir alla landsmenn. „Þá hef ég einnig áhuga á, að fenginni reynslu, ábyrgð og verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélaga.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.