Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði: Hæstu styrkirnir á Seyðisfjörð

Listahátíðin LungA og menningarmiðstöðin Skaftfell fengu hæstu styrkina þegar úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands á mánudag. Alls var úthlutað rúmum 60 milljónum til yfir 80 verkefna sem efla atvinnuþróun og menningu í landshlutanum.

Þetta er fjórða úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, nýsköpunar,- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.

Alls bárust 117 umsóknir sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður verkefna er 719 milljónir króna en sótt var um styrki fyrir 176 milljónir þar af 112 m.kr. til menningarmála og 64 m.kr. til nýsköpunar- og atvinnuþróunar.

Til úthlutunar að þessu sinni var tæp 61 milljón og veittir voru yfir 80 styrkir. Til menningarmála voru veittir 54 styrkir upp á 35,5 milljónir og 27 styrkir til atvinnuþróunar upp á alls tæplega 28,5 milljónir. Áætlaður heildarkostnaður verkefna sem hlutu styrk eru 388 milljónir.

„Við sjáum greinilega hvaða árangri þessi sjóður skilar. Fjöldi umsókna eykst á hverju ári en að sama skapi vantar peninga,“ sagði Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í ávarpi til gesta en úthlutað var í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði.

„Þetta er samkeppni um takmarkað fé en umsóknirnar bera merki um blómlegt og fjölskrúðugt listalíf,“ sagði Eiríkur Hilmarsson, formaður úthlutunarnefndarinnar.

Hann hvatti einnig þá sem ekki fengu úthlutað til að láta ekki hugfallast. Á sínum tíma hefði hugmyndin sem varð að einu stærsta fyrirtæki landsins í dag, tölvuleikjafyrirtækinu CCP, fengið neitun úr sambærilegum sjóði.

Hæstu styrkirnir í ár fóru á Seyðisfjörð, listahátíðin LungA fékk þrjár milljónir og Skaftfell tvær. Að auki fékk Wasabi framleiðslan í Fellabæ tvær milljónir og Thermo Tec af Héraði tvær milljónir til þróunar á i-Tec innveggjakerfi.

Styrkirnir í heild:

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð

LungA-Listahátíð ungs fólks LungA - Listasmiðjur og LungA Lab 3.000.000
Skaftfell, sjálfseignarstofnun Sýningardagskrá Skaftfells 2018 2.000.000
Skaftfell, sjálfseignarstofnun Fræðsluverkefni Skaftfells 2018 300.000
Jurt ehf. Vöruþróun úr aukaafurðum wasabi plantna 2.000.000
Thermo Tec ehf. i-tec innveggjakerfi 2.000.000
Breiðdalsbiti ehf. Uppbygging kjötvinnslu 1.800.000
Djúpavogshreppur Rúllandi Snjóbolti 12, Djúpavogi 2018 1.500.000
Djúpavogshreppur Miðstöð Cittaslow á Íslandi 1.000.000
Djúpavogshreppur Tankurinn, sýningarrými 600.000
Djúpavogshreppur „Gammur, griðungur, dreki og bergrisi“ 500.000
Skálanessetur ehf. Skálanes - Research centre 1.500.000
Skálanessetur ehf. Náttúrulega Allt í Kring 500.000
Gunnarsstofnun Skriðuklaustur - gengið inn í fortíðina 1.500.000
Gunnarsstofnun Rithöfundalest um Austurland 300.000
Gunnarsstofnun Skandinavismi og fullveldi 200.000
Óbyggðasetur ehf. Markaðsátak -Lúxusferðamenn utan háannar 1.500.000
Óbyggðasetur ehf. Viðburðaröð Óbyggðasetursins 300.000
Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf Tinna Adventure – Markaðsetning 1.500.000
Ferðamálasamtök Austurlands Rödd Austurlands 1.500.000
Félag áhugaf. um fornleifaranns. Stöðvarfirði Fornleifarannsóknir í Stöð 1.500.000
Travel East Iceland ehf. Tími til að koma Austur – Ferðapakkar 1.500.000
GG Þjónusta ehf. Matvælasvið GG Þjónusta 1.350.000
Jóhann Halldór Harðarson Nýræktun 1.200.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kynSlóðir 1.000.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Stelpur skapa 500.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Þjóðleikur 2019 300.000
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Sóley Rós ræstitæknir – leiksýning 200.000
Sköpunarmiðstöðin svf. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði 1.000.000
Sköpunarmiðstöðin svf. Stúdíó Síló, hljóðupptökuver 1.000.000
Tækniminjasafn Austurlands Uppbygging Þjónustuhúss Tækniminjasafns 1.000.000
Tækniminjasafn Austurlands Smiðjuhátíð 2018 900.000
Egilsstaðakirkja Aðventu- og jólakantötur eftir Bach 1.000.000
Listahátíðin List í Ljósi List í Ljósi 900.000
LungA-skólinn ses. The Net Factory (2nd phase) 1.000.000
Verkmenntaskóli Austurlands Tæknidagur fjölskyldunnar 2018 900.000
William Óðinn Lefever Sósa 1.000.000
Sölumiðstöð Húss Handanna ehf. Anddyri Austurlands 800.000
Sölumiðstöð Húss Handanna ehf. F R O S T 1918 R Ó S 2018 500.000
Esualc ehf. Gamla Bókabúðin 800.000
Seyðisfjörður Tours ehf. Seyðisfjörður Tours 800.000
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir 101 Austurland - Gönguleiðir fyrir alla 800.000
Þorpið-skapandi samfélag Austurland - local.store - 800.000
Teiknistofan AKS sf. Markaðs- og kynningarefni 750.000
Menningarstofa Fjarðabyggðar Smíðaverkstæði 700.000
Menningarstofa Fjarðabyggðar Afmælistónleikar Atla Heimis 600.000
Bærinn okkar, félagasamtök MAT attack - fyrri hluti 700.000
Nýung - Fljótsdalshérað Dagur skapandi greina 700.000
Sigurðardóttir ehf. Okkar eigin Hjartalausa* - fræðsluátak 600.000
Sigurðardóttir ehf. Hvergilandið/Umhverfislist á Vopnafirði 500.000
Aðalheiður L Borgþórsdóttir One Stop Shop - markaðssetning 600.000
Ferðamálasamtök Vopnafjarðar Miðlun Fuglaflóru Norðausturlands á neti 600.000
Listdans á Austurlandi, félagasamtök Dansstúdíó Emelíu 600.000
Austurbrú ses. Austfirskt fullveldi 500.000
Bláa Kirkjan sumartónleikar Tuttugu ára afmæli Bláu kirkjunnar 500.000
Erla Dóra Vogler Nýárstónleikar 500.000
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Páll og Heiðarbýlin 500.000
Íbúasamtök Eskifjarðar Finnum taktinn 500.000
Söguslóðir Austurlands Vopnfirðingasöguslóð framhald 500.000
Torvald Gjerde Tónlistarstundir 2018 500.000
Minjasafn Austurlands Sumarhús Kjarvals í Kjarvalshvammi 400.000
Minjasafn Austurlands Nr. 2. Umhverfing 300.000
Bjarney Guðrún Jónsdóttir Ögrun í Vopnafirði 400.000
Myndlistasafn Tryggva Ólafssonar Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar 400.000
Heydalakirkja A little Jazz mass - Kórtónleikar 400.000
Listasmiðja Norðfjarðar, félag Lista- og menningarhús 400.000
Millifótakonfekt ehf. Stálsmiðjan 400.000
Philippe Clause The Scent Bank - Encapsulating the core 400.000
Vedíska fræðasetrið Heilsustofnun á Borgarfirði 400.000
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi Útgáfa ljóðabóka 2018 300.000
Guðrún Veturliðadóttir Stelpur Rokka! Austurland 300.000
Litl Ljóða Hámerin, áhugamannafélag Litla ljóðhátíðin í Norðausturríki - X 300.000
Litl Ljóða Hámerin, áhugamannafélag Ljóðaganga í skógi 200.000
Stefán Bogi Sveinsson Opus - Ljóðahljómdiskur og ljóðleikar 300.000
Stefán Bogi Sveinsson Ýsinóbsk fuktrirassar jótlslaðir 18-18 300.000
Stefán Snædal Bragason Útilistaverk í minningarlundi Sleðbrjóts 300.000
Unnur Birna Karlsdóttir Með öræfin í bakgarðinum; ráðstefna 300.000
Erlusjóður/Þorsteinn Gunnarsson Vaki þjóð, æfi og verk Þorsteins Valdimarssonar 300.000
Hollvinafélag Geirstaðakirkju Torfhleðslunámskeið við Geirstaðakirkju 200.000
Minjasafnið Bustarfelli Aldurgreining muna í einkaeign 200.000
Skúli Björn Gunnarsson Stefánsvaka - handritsskrif 200.000
Sigrún Júnía Magnúsdóttir Þráðlaus örmerkjalesari fyrir hross 148.500

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.