Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer hægt af stað

Innan við 20 manns hafa kosið enn sem komið er utan kjörfundar í atkvæðagreiðslu um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar sem fram ver síðar í mánuðinum. Tveir hreppsstjórar voru skipaðir tímabundið til að taka á móti atkvæðum.

Kosið verður 24. mars en utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst átta vikum fyrr eða þann 24. janúar. Þær upplýsingar fengust hjá Sýslumanninum á Austurlandi í morgun að alls hefði 15 kosið hjá sýslumönnum og tveir hjá sérskipuðum hreppsstjórum.

Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá á hvaða sýsluskrifstofu sem er í landinu og fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil já ef hann er hlynntur sameiningu en nei ef hann er á móti henni. Síðan þarf að koma atkvæðinu austur en kjörkassi er staðsettur á skrifstofunni á Eskifirði.

Fyrir viku voru skipaðir tveir „ad hoc“ hreppsstjórar sem þýðir að þeir eru settir í embættin tímabundið gagngert til að taka á móti utankjörfundaratkvæðum. Þau eru Grétar Geirsson á Fáskrúðsfirði og Hrefna Ingólfsdóttir á Breiðdalsvík.

Hægt er að kjósa utankjörfundar fram að kjördegi. Þá verður farið á dvalarheimili og sjúkrahús í vikunni fyrir kjördag.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna má finna á syslumenn.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.