Orkumálinn 2024

Tveir Austfirðingar gefa kost á sér í efstu sætin hjá Sjálfstæðisflokknum

Tveir Austfirðingar eru meðal þeirra tíu sem gefa kost á sér í sex efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi þingkosningar.

Það eru þau Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingmaður, gistihúsarekandi og bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.

Sex af þeim tíu sem gefa kost á sér eru búsettir á Akureyri.

Kosið verður um sætin á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi á Mývatni. Kosið verður samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun.

Eftirtalin gefa kost á sér:

Nafn Staður Starf Sæti
Kristján Þ Júlíusson Akureyri Ráðherra 1
Valgerður Gunnarsdóttir Húsavík Þingmaður 2
Njáll Trausti Friðbertsson Akureyri Flugumferðarstjóri/bæjarfulltrúi 2
Ingibjörg Jóhannsdóttir Akureyri Nemi 2 – 5
Valdimar O. Hermannson Fjarðabyggð Bæjarfulltrúi 3
Arnbjörg Sveinsdóttir Seyðisfjörður Fyrrv þingmaður og gistihúsrekandi 3
Ketill Sigurður Jóelsson Akureyri Nemi 4
Elvar Jónsson Akureyri Laganemi og varaformaður SUS 4
Melkorka Ýrr Yrsudóttir Akureyri Nemi 4 – 6
Daníel Sigurður Eðvaldsson Akureyri Fjölmiðlafræðingur 5 -6

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.