Tónskólinn á Norðfirði í leikskólanum meðan gert er við vegna myglu

Tónskóli Norðfjarðar heldur til í nýjum leikskóla á Norðfirði meðan gert er við húsnæði hans í Nesskóla vegna myglu. Á Fáskrúðsfirði er að ljúka framkvæmdum við eldri hluta grunnskólans sem ráðist var í vegna gruns um myglu.


Hluta Nesskóla var lokað í vor eftir að upp komst um myglu þar í annað skiptið á tveimur árum og ráðist í umfangsmiklar viðgerðir.

Þóroddur Seljan, fræðslufulltrúi, segir útlit fyrir að þeim ljúki í árslok. Þar til er Tónskóli Norðfjarðar, sem áður hélt til á myglaða svæðinu, í tveimur deildum nýs leikskóla á Eyrarvöllum og tónmenntastofu Nesskóla.

Þá var í sumar skipt um hluta gólfefnis í elstu byggingu Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vegna gruns um myglu. Skólahald er hafið en er nemendum kennt annars staðar í húsinu á meðan. Framkvæmdum lýkur í þessari viku.

Þóroddur segir að sérfræðingar verði síðan fengnir til að meta ástand eldri hluta skólans og í framhaldi af þeirra niðurstöðum verða teknar ákvarðanir um framhaldið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.