Orkumálinn 2024

Töluvert um of hraðan akstur eystra

Lögreglan á Austurlandi kærði tæplega 60 ökumenn fyrir umferðalagabrot í síðustu viku. Flestir voru kærðir fyrir hraðakstur.


Umferðin á Austurlandi hefur aukist um 28% á milli ára og reynir lögreglan því að halda uppi eftirliti til að halda niðri hraðanum.

Oftast eru ferðamenn stöðvaðir á of mikilli ferð og flestir á Fagradal eða norðan við Egilsstaði. Algengt er að utan þéttbýlis séu menn á 120 km hraða en um 70 km innan þéttbýlismarka.

Þá komu upp 3 mál vegna fíkniefnaaksturs í síðustu viku og jafn mörg vegna ölvunarakstur.

LungA hátíðin á Seyðisfirði fór vel fram um helgina en þar kom fjöldi fólks saman á útitónleikum á laugardagskvöld.

Á Eistnaflugi helgina áður komu upp 26 fíkniefnamál. Það er svipað og verið hefur. Þar komu fram skammtar af LSD er sjaldgæft að finnist eystra. Talsverður erill var í kringum hátíðina en engin stórkostleg vandamál.

Fyrir þá helgi var ráðist í húsleit á Egilsstöðum. Hald var lagt á umtalsvert magn af fíkniefnum, einkum kannabisi, sem ætlað var til sölu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.