Tíu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna

Níu karlar og ein kona sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna en umsóknarfrestur um stöðuna rann út í síðustu viku.

Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á stjórnun og rekstri hafna sveitarfélagsins. Meðal annars voru gerðar kröfur um háskólapróf sem nýttist í starfi, reynslu af stjórnun eða rekstri, samningagerð og verklegum framkvæmdum hafna ef kostur væri.

Þessi tíu sóttu um starfið:

Ásgeir Rúnar Harðarson , byggingartæknifræðingur, Kópavogi
Guðmundur Helgi Sigfússon, byggingartæknifræðingur, Neskaupstað
Guðni Örn Hauksson, verkefnastjóri, Akureyri
Hákon Ásgrímsson, verkfræðingur, Reyðarfirði
Júlíana Haraldsdóttir, viðskiptafræðingur, sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja og rekstri, Eskifirði
Ketill Hallgrímsson, B.sc. umhverfis- og orkufræði, Reyðarfirði
Ólafur Hreggviður Sigurðsson, íþróttakennari, Seyðisfirði
Óskar Þór Hallgrímsson, skipstjóri, Fáskrúðsfirði
Páll Hermannsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Steinn Hrútur Eiríksson, viðskiptafræðingur MBA, Fáskrúðsfirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.